Messan samkvæmt handbók kirkjunnar frá 1981 með skýringum og leiðbeiningum. Texti fyrir prestnema, djáknanema og alla áhugasama.
Eftirfarandi íslensk þýðing Leuenbergsamkomulagsins frá 1973 var kynnt á Prestastefnu 2016 . Prestastefnan samþykkti fyrir sitt leyti að leggja til að Þjóðkirkjan fengi fulla aðild að Samtökum evangeliskra kirkna í Evrópu, sem byggja á Leuenberg samkomulaginu. Kirkjuþingið 2019 tók málið upp og samþykkti að sækja um fulla aðild. Aðildarumsóknin var samþykkt á stjórnarfundi SEKE í júní 2020.
Hér er fræðsla um messuna sem ætluð er fyrir söfnuðinn og hægt að fella inn í guðsþjónustu sunnudagsins.
Spurningin sem liggur til grundvallar þessu erindi: Hvernig eflum við helgihald sunnudagsmessunnar, er ein af þeim spurningum sem glímt hefur verið við í tilefni af hinni margvíslegu starfsemi evangeliskra kirkna á siðbótarafmælinu 2017.
Tillaga um nýtt og breytt skírnarform.
Tillaga sú sem hér fylgir víkur frá gildandi skírnarformi handbókar Þjóðkirkjunnar á eftirfarandi hátt:
1. Skírnarskipunin sjálf er aðgreind frá öðrum ritningarstöðum og kemur alveg í upphafi.
2. Krosstáknið fylgir inngöngunni og er því alveg fyrst í athöfninni og er aðskilin frá spurningunni um nafn og hinni eiginlegu skírnarathöfn. Ástæðan er meðal annars sú að vænta má að oftar þurfi að grípa til prímsigningar í framtíðinni vegna hjónabanda einstaklinga af mismunandi þjóðernum og trúarskoðunum.
Samkomur kristinnar kirkju voru í sinni fyrstu gerð einfaldar í uppbyggingu sinni og auðskiljanlegar. Fólk hlýddi á Guðs orð og útleggingu þess, söng og baðst fyrir og síðan gekk það fram með gjafir sínar til sameiginlegra þarfa og neytti brauðs og víns kvöldmáltíðarsakramentisins.
Venja er að skipta sögu messunnar í nokkur tímabil. Fyrsta tímabilið er frá upphafi sögu kristninnar til þess að kristni varð ríkistrú í Rómarveldi en annað frá 400 - 800. Þriðja tímabilið, það sem hér er miðað við, er frá 800 - 1200.
Erindið Gildi trúarinnar í nútíma samfélagi; jákvæð og neikvæð viðhorf , var flutt í tilefni tíu ára samtals og samstarfs trúfélaganna í landinu og að beiðni stjórnar samtakanna.
Náð sé með yður og friður frá Guði föður og Drottni vorum Jesú Kristi. Amen
Kæri söfnuður, gleðilega hátíð kristniboðsins.
Nú eru liðin 80 ár frá því að þjóðkirkjan tók frá sérstakan dag á kirkjuárinu til að minnast kristniboðsins. Til þess að þakka fyrir hið fórnfúsa starf úti á akrinum og heima fyrir í baklandinu. En við þökkum í dag ekki aðeins þessi áttatíu ár og ogallt það starf sem unnið hefur verið í Jesú nafni í samræmi við orð guðspjallsins: Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, því að það starf var auðvitað löngu hafið árið 1936.
Fyrir ekki alllöngu birtist grein í Fréttablaðinu þar sem gerð var tillaga um að breyta hinum tómu ríkisreknu kirkjum landsins í félagsmiðstöðvar þar sem fram færi ýmisleg iðja. Nokkrir hafa brugðist við þessari tillögu á þann veg að benda á að í fyrsta lagi séu kirkjur landsins ekki ríkisreknar og í öðru lagi standi þær ekki tómar, allavega ekki þar sem nokkurt þéttbýli er í kringum þær.
Erindið Kirkjusöngur við aldahvörf fjallar m.a. eftrfarandi spurningar: Hver er staðan? Hvernig er ástand kirkjusöngs nú? Hver eru megin vandamálin? Hver er rót þeirra og forsenda? Hverjar eru lausnirnar? Hver er framtíðarsýnin?
Það hefur verið mikilvægur hluti af starfsævi minni að þýða og semja sálma. En ég geri ekkert tilkall til þess að vera kallaður sálmaskáld. Frammi fyrir hinum raunverulegu sálmaskáldum stenst ég engan samanburð. Ég er meira eins og handverksmaður á þessum vettvangi og er glaður yfir því að fá að vera þar.
Sálmar aðgreina sig frá öðrum ljóðum fyrst og fremst með því að þeir eru tjáning trúarlegs veruleika. Hin trúarlega forsenda sálmsins er grundvöllur hans.
Fyrir þúsund árum var ákveðið í vesturkirkjunni að hver kristinn maður skyldi ganga til skrifta í það minnsta einu sinni á ári, á föstunni, og vera síðan til altaris á páskum. Skriftirnar fylgja ákveðinni aðferð sem innifelur játningu syndanna og aflausn, eða fyrirgefningu. Til þess að undirbúa sig fyrir skriftir voru samdar leiðbeiningar fyrir skriftabörn. Þær voru oft kallaðar skriftaspegill.