Tillaga að nýju skírnarrítuali

Tillaga um nýtt og breytt skírnarform.

Tillaga sú sem hér fylgir víkur frá gildandi skírnarformi handbókar Þjóðkirkjunnar á eftirfarandi hátt:

1. Skírnarskipunin sjálf er aðgreind frá öðrum ritningarstöðum og kemur alveg í upphafi. 

2. Krosstáknið fylgir inngöngunni og er því alveg fyrst í athöfninni og er aðskilin frá spurningunni um nafn og hinni eiginlegu skírnarathöfn. Ástæðan er meðal annars sú að vænta má að oftar þurfi að grípa til prímsigningar í framtíðinni vegna hjónabanda einstaklinga af mismunandi þjóðernum og trúarskoðunum.

Read more

Messan á fyrstu öldum kristni á Íslandi.

Samkomur kristinnar kirkju voru í sinni fyrstu gerð einfaldar í uppbyggingu sinni og auðskiljanlegar. Fólk hlýddi á Guðs orð og útleggingu þess, söng og baðst fyrir og síðan gekk það fram með gjafir sínar til sameiginlegra þarfa og neytti brauðs og víns kvöldmáltíðarsakramentisins.

Venja er að skipta sögu messunnar í nokkur tímabil. Fyrsta tímabilið er frá upphafi sögu kristninnar til þess að kristni varð ríkistrú í Rómarveldi en annað frá 400 - 800. Þriðja tímabilið, það sem hér er miðað við, er frá 800 - 1200.

Read more

Um atferli prests og safnaðar

Hér fylgja nokkur orð um atferli prests og safnaðar í messu og við athafnir í kirkju. Ráðandi um atferli prests og safnaðar er m.a þetta:

Kirkjuhús eru byggð utan um helgiathafnir kristins safnaðar. Það er meginregla. Frumforsendur byggingarinnar eru því þarfir helgihaldsins. Atferli prests og safnaðar ræðst að nokkru af byggingunni sjálfri.

Prestur er sendur af hinni almennu kirkju en valinn af heimasöfnuði. Þetta endurspeglast í atferli hans í guðsþjónustunni:
Prestur þjónar sendingu hinnar almennu kirkju með því að hann flytur söfnuði boð Drottins og kenningu kirkjunnar. Prestur snýr að söfnuði.

Read more

Tíu (Til)boð kirkjunnar

Meðan ég enn var við kennslu í guðfræðideild vann ég eftirfarandi texta upp úr texta sama efnis frá evangelisku kirkjunum í Þýskalandi. Textinn er einskonar bréf til þeirra sem eru að hugleiða samband sitt við söfnuðinn.  Mér sýnist að hann hafi enn mikið gildi, og geti jafnvel gagnast í umræðum um þjóðkirkjuna, stöðu hennar og framtíð.

Read more

Bæn í skarkala

Í frásögnum afkristnu fólki á Írlandi og Skotlandi á fyrstu öldum kristni þar, ber mikið á lönguninni til að hverfa frá skarkala heimsins og vera ein(n) með Guði. Margir tóku sér bólfestu á litlum eyjum skammt frá landi. Oft voru þessar eyjar tengdar landi á fjöru en einangruðust á flóði.

Read more