18. September 2018

Glósa þann 18. september 2018 (til prufu og án myndar)

Upp er runninn 18. september 2018. Eins og myndin sýnir var ég fyrir réttum sjö árum á þeim degi sendur út úr Skálholtskirkju með nýtt erindi og umboð. Mér þykir vænt um að Guttormur meðhjálpari og kirkjubóndi í Skálholti skyldi halda krossinum þannig að enginn vafi lék á því í hvers eftirfylgd ég skyldi vera. Fyrri hlutinn af 10. versi 25. Passíusálmsins skyldi vera bæn mín:

Út geng eg ætíð síðan
í trausti frelsarans
undir blæ himins blíðan
blessaður víst til sanns.

Hvað sem annars má um þessi sjö ár segja þá get ég sannarlega sagt að ég hef verið blessaður víst til sanns. Bæði af Guði og mönnum. Þegar þessi tími er liðinn er ekkert stærra þakkarefni en það. Og þegar sá dagur kemur sem enginn veit um nema Guð einn, vona ég og bið að síðari hlutinn af versinu taki gildi. Í Jesú nafni.