Um messuna - úr Hómilíubókinni

Úr Hómilíubókinni

 

[Um messuna]

Í upphafi messu er antiphona sungin við raust. Það er kallað introitus -söngur, sá er fyrst er sunginn, en það er innganga messunnar, fyr því að sá gengur inn til guðsþjónustu. En það jarteinir orð spámanna þeirra, er með miklum fagnaði sungu of hingaðkomu Drottins í heim, er sannur er kennimaður og færði hjálparfórnir fyr öllum oss, Moises, þjónn forns lögmáls, og spámenn, þjónar nýs lögmáls. Því að Moises sagði frá inum fyrsta hlut þessa heims skepnu, en aðrir frá inum eftrum hlutum heims.

Vers það, er fylgir eftir, jarteinir ina fyrri spá of hingaðkomu Krists og heilög göfgun sú, er episcopus eða prestur skal þá ganga í versinu til altera, því að það eru spámanna orð úr sálmi tekin. Því að þá er boðandi fyrst Guðs miskunn, er kennimaður kemur til altera og kyssir altera. Af þeim kossi merkir frið Krists helgan, er boðinn er, og samþykki með mönnum, og heldur oss í ríki Krists.

Þá er kennimaður kemur til altera og skal lúta, þá merkir hann sig í dæmi lítillætis Krists, er hlýðinn var feður allt til dauða.

Síðan er sungið: Gloria patri et filio et spiritui sancto, því að friður er gjör af Kristi í himnum og á jörðu. Því skulum vér ástsamlega lofa Guð og dýrka.

Þessi orð eru sett af Damaso páfa og Ieronimo presti til þess að syngva á
meðal sálma að greina svo sálm frá sálmi. En alls þetta vers er eitt saman, þá gerðu þeir annað til að fylgja hinu: Sicut erat in principio. Þá er þetta vers er sungið, skal djákn kyssa altera. En það jarteinir frið þann, er Guð gaf, og mælti: Í hvertki hús, er ér gangið inn, mælið þetta fyrst: Pax huic domui" : friður sé þessu húsi."

Þá er djákn fer fyrir prestinum, þá jarteinir djákninn Jóhannes baptista, er borinn var hingað í heim fyrir Drottni órum.

Þá er sungið er kiriall, þá skulu akoliti setja kerti þau, er þeir héldu þangað til. Kiriall er sungið níu sinnum í minning níu englasveita, er sungu Drottni lof opinberlega er hann var borinn. Því syngum vér kirial níu sinnum, að vér verðim að eilífu í safnaði með englum í Guðs lofi af þeirra bæn og trausti og návistu með oss að þessu embætti. Kiriall þýðist:
Miskunna þú, Drottinn. Christe eleison: Kristur, miskunna þú yma oss.

Þá hefur síðan einn kennimaður Gloria in excelsis Domino, en síðan standa undir margir, því að einn engill boðaði fögnuð féhirðum of hingaðburð Krists en þá tók fjöldi engla undir síðan og sungu orð þessi, er nú heitir engla ymni, gloria in excelsis . Þann söng jók síðan Hilarius biskup, er messudag á inn átta dag frá inum þrettánda.

Eftir þann söng heilsar kennimaður fólkinu og kveður: Dominus vobiscum, Drottinn sé með yður. Biskup kveður: Pax vobiscum, friður með yður, því að Drottinn boðaði mönnum frið í hingaðkomu sinni. Lýður svarar: Et cum spiritu tuo, og með anda þínum, sem hann mæli svo, að Drottinn sé með anda þínum til hreinsunar og helgunar, að þú gjörir fyr oss þægjar bænir.

En síðan mælir kennimaður: Oremus, biðjum vér. Þá kallar hann á þjóðina, að þeir biðji með honum. Þá skal þjóðin hneigja höfuð sín til prests og hug sinn til bænarinnar með prestinum og standa svo hneigðu höfði, allt til þess uns kennimaður kveður per omnia secula seculorum.

Þessar bænir, er vér köllum kollektur, þá skulum vér biðja Guð, að hann safni oss saman og varðveiti oss í kristninni, að vér megim fremja hans vilja og sjá við syndum en gera góð verk. Ein er bæn eða þrjár eða fimm eða sjö. Því er bænatal í odda, en eigi í jafna, að sú tala, er í odda er, merkir eining og má eigi deila í tvo hluti jafna. Svo er og trúa ór, er trúum á einn Guð í þrenningu, má eigi skiptast í tvær deildir, þær er hvortveggja sé rétt. Ein bæn jarteinir eining, en þrjár þrenning, og það, að Dominus baðst þrisvar fyrir, áður hann væri píndur. En fimm tákna sár hans fimm, en sjö bænir þær sjö, er hann orti í pater noster til hjálpar oss.

Lexía eða pistuli jarteinir Jóan baptistam eða kenning lærisveina Domini, er hann sendi tvo og tvo fyrir sér í borgir að boða komu sína, svo skuli hann og nú koma til vor og lýsa hugskot ór, af því er vér leiðum að huga, það er lesið er.

Sá söngur, er fylgir, heitir pallasöngur, því að hann er oft fyr pöllum sunginn, jarteinir það lof og embætti, er vér veitum Guði þessa heims, er vér skyldim svo heimtast fram í góðu lífi sem vér stígim annan pall upp af öðrum.

Allelluja er sungið er á ina æðstu tungu, er ebreska er, jarteinir ið himneska lof, er vér vættum og biðjum að vér náim ei og ei að syngja með öllum Guðs helgum annars heims.

Slíkt jarteinir og seqventia sem allelluja, því að hún er af alleluja leidd að
auka þann fagnaðarsöng.

Traktur, er sunginn er á föstutíðum eða í sálumessum er, táknar erfiði það er vér þurfum í Guðs þjónustu að hafa, í föstum og í meinlætum, í vökum og bænum og öðrum góðum verkum, er vér skulum bæði með áhyggju og þó með unaði fram færa, að vér komimst til eilífs unaðs.

En þá er djákn les guðspjall, þá jarteinir hann Iesum Christum, því að hann boðar þá orð Guðs. Sá er guðspjall les, snýst í norður, því að hann sýnir það, að Guðs orð er til skjóls mönnum á mót djöfli, er norðurátt táknar. Því standa þá allir menn upp, er guðspjall er lesið, að vér veitum virðing Guðs orði, og vér skulum upp reisa hugi vora til athuga. Því signum vér oss fyrir guðspjall, að frá oss flæi illir hlutir og vér hafim hug hreinan og oss gefist skilning. En því eftir guðspjall, að sá dugnuður, er vér tökum af guðspjalli, hirðist í brjósti óru. Því leggjum vér niður stafi og styðjumst hvergi viður, að vér lýsum það, að traust vort allt og stoð er í Guðs orði. Því tökum vér höttu af höfði oss, að ekki sé þess, er byrgi hlust vora og allra helst hugskots vors hlust frá orði Drottins. Því er ljós borið, að
Guð Dominus lýsti alla veröld guðspjalli sínu. Því er reykelsi borið, að af hans orði hefir ilm lagið góðra verka of allan heim. Því er credo sungin, að vér játum trúu þeirri, er guðspjallið boðar. Því er bók borin að kyssa á, að Guð Dominus gaf frið öllum, er trúa og játa hans kenningu. Þann frið báru postular of veröld innan öllum að hendi þeim, er trúa vildi sem bók er færð að kyssa á.

Hingað til heitir primsigndra messa, því að þeir skulu hingað til inni vera í kirkju að því sem títt hafði verið, þá er eldri menn vóru skírðir. Því er ljós og bók færð á ið nyrðra horn
altera eða ið vinstra að guðspjalli, að ljós guðspjallskenningar færðu postular
heiðnum lýð, er vóru af kyni Gyðinga, er vóru í fyrnd lýður innar hægri handar Drottins. Því er inn fyrsti hlutur og inn efsti messu sunginn á inu hægra horni altera, að trúa hófst í Gyðingafólki og mun þangað koma á lesti. Því er á inu vinstra horni miðhlutur messu sunginn, að nú standa aðrar þjóðir undir trúu, en þeir eru nú mjög utan brautar Gyðingarnir.

Sjá söngur, er sunginn er eftir credo, heitir offerenda, þýðist fórnarsöngur. Hann syngum vér til þess að vér megim Drottni svo fórn færa, að líf vort sjálfra verði honum að þægri fórn.

Því er brauð fært, að Drottinn sagði svo: "Eg em brauð lífs." Svo sem hleifur er gjör af mörgum kornum. Því vín, að hann sagði í öðrum stað: "Eg em víntré satt, en ér eruð kvistirnir, meguð engi ávöxt gera án mér." Því er vatni blandið við vín, að vatn jarteinir mannkind. Sá er færir vín óblandið, er sem eigi trúi því, að Dominus léti pínast fyr þær sakar, að hann vildi mönnum hjálpa. Sá er vatn færir eitt saman, er sem því trúi, að menninir mætti hjálpast án píning Domini.

Sá er Guðs líkami, er kristnin er, af mörgum mönnum saman lesin. Því færum vér
honum brauð, að vér verðim að eilífu í því samsinni fæddir á hans holdi. Því vín og vatn, að vér takim fulla syndalausn og firring píninga af hans blóði og drekkim að eilífu drykk eilífs unaðs af honum sjálfum, er er og heitir brunnur lífs.

Þá er kennimaður kveður: "Orate pro me," þá biður hann alla fyr sér biðja, að hann megi þá svo fórn af hendi leysa, er allir eiga jafnsaman, að honum verði að eilífri hjálp og öðrum. Spiritus sanctus, exaudiat, allt til confirmet. En eftir það snýst prestur  til altera að syngva secreto. Sú bæn þýðist leynileg. En hún jarteinir þá bæn, er Dominus bað fyr sér lágt.

Prefatia þýðist formál eða forgildi, því að sú bæn er sem búi hugi vora til innar æðstu bænar, er eftir fer í lágasönginum. Og því er þar engla og allra himneskra krafta minning gjör, að vér biðjum þess, að Dominus láti vorar raddir samtengjast við þeirra raddir og lofsöng þann, er vér trúum, að þeir syngva náverendur ósýnilega að þessu embætti, og mælum svo: Sanctus, sanctus, sanctus Dominus Deus, heilagur, heilagur, heilagur Drottinn Guð sabaoth, himneskra herja. Pleni sunt coeli et terra gloria tua, fullir eru himnar og jörð af dýrð þinni. Þau orð sungu englar í lofi Domini að heyranda Isaja
spámanni. Osanna in excelsis, hjálp þú, sá er ert í inum hæstum hlutum. Benedictus qui venit in nomine Domini, blessaður sá er kemur í nafni Domini. Osanna in excelsis, þessi orð sungu Guðs vinir á mót honum, þá er hann fór í insta sinn til Jórsala og sungu að kenningu heilags anda.

Þenna söng saman settan af inu æðsta engla lofi, því er menn viti, og inu æðsta lofi, því er menn veiti Drottni órum, syngum vér til þess að vér verðim með hvorumtveggjum að eilífu í Guðs lofi af þeirra tænaði. Og því signum vér oss, þá er vér kveðum þessi orð, að vér þiggim eilífa blessing af þeim inum blessaða, er til þess kom í heim að gefa blessun eilífs lífs, þeim er til hans vilja hverfa af öllu hjarta.

Lágasöngur er því eins hlutar lágt sunginn, að eigi verði þau orð í óvirðingu eða með fíflsköpum fram færð, ef þau kunnu margir. Því að það er sagt, að það yrði í fyrnd, þá er sú bæn var hátt sungin, að féhirðar sungu of brauði og víni of dag, það er þeir kunnu úr messu eða lágasöngum og létu gálauslega, að þeir fengu bráðan bana. En það var síðan af tekið, að hátt skyldi syngva.

Lágasöngur er sunginn í minning píningar Domini. Því skal prestur ávallt
höndum halda upp, meðan hann syngur hann og taka eigi fingrum á öðru en á corporale eða á oblet eða kalek, ef hann má svo. Krossa skal hann svo gera of hvorutveggja saman, að hæð kross sé yfir oblet, en þvertré yfir hvorutveggja. Slíkt er fólgið í krossa tali sem fyrr var sagt of bænir. Í inum fyrstum bænum tveim er minning gjör lifandi manna í þrennri grein, fyrst yfirmanna, en þá þar er vér kveðum: Memento, Domine, famulorum, fyrst nauðheitamanna eða annarra hugðarmanna. En í inni þriðju bæn löð allra þeirra, er við eru staddir og þá fórn færa með kennimanninum í sinni trúu og aðstuðningu og bæn.
En þá er prestur lýtur ofan fyr altera, þá er hann kveður: hanc igitur, jarteinir lítillæti Krists, er sig lægði svo, að hann þoldi píning á krossi til hjálpar oss. En þá er hann kveður: Qui pridie qvam, þá hefur hann upp oblet fyrst og signir en síðan kalek í minning þess, er Drottinn gerði, þá er hann gaf postulum sínum hold sitt og blóð. Er svo til vísað, að í þeirri bæn snúist fórn í hverri messu í hold og blóð Domini í þeim orðum, sem hann kvað sjálfur, þá er hann svo mælti: Accipite et manducate.

Þá er prestur hnígur til hægri handar hjá altera, jarteinir andlát Domini á krossi, er hann hneigði höfuð sitt til hægri handar, þá er hann lét önd sína fyr órar sakar og kvað orð þessi: Pater, in manus.

Eftir það er gjör minning andaðra manna allra rétttrúaðra, því að í hans dauða tókum vér hjálp og taka ávallt síðan, er sú minning er gjör, bæði lifendur og dauðir. Er engi messa rétt sungin nema hvorratveggju sé minnst, því að Dominus píndist fyr horratveggju sakar.
En því eru eigi nefndir hvárigir Domini dagar vilgis margir, að þá skal gera
lágasöng skemmra, er menn koma of lengra til tíða. En í því er kennimaður hefur rödd upp, er hann kveður: Nobis qvoqve, er það táknað í því, að svo sem framliðnir menn leysast úr píningum fyr dauða Krists og fyr þessa þjónustu, svo og ið sama lifna úr dauða syndanna allir syndgir menn, þeir er sýta og klökkva, það er þeir misgerðu, og erstynur þeirra í því markaður og játning. Sem hundraðshöfðingi sá, er heiðinn var, er sagt er í passio, þá er hann sá þau stórmerki, er gerðust í dauða Domini, játti Guði og mælti orð þessi: "Vere filius Dei erat iste:" að sönnu var sjá Guðs sonur.

Það er prestur hefur upp corpus Domini og kalek og kyssir á hvorttveggja saman,
jarteinir það er þeir Jósef ab Aremaþia og Nikodemus tóku lík Domini af krossi og bjuggu um vandlega og lögðu í gröf, svo sem prestur býr þjónustu eftir það og kveður þrjár bænir, praeceptis salutaribus, pater noster, libera nos. Þær jarteina þrjá graftardaga Domini. Það er presturinn brýtur oblet í þrjá hluti jarteinir það, að Guðs líkami er í þremur löðum. Sá er einn hlutur líkama Domini, er upp reis af dauða, og er sá jarteindur í þeim oblátum, er prestur lætur í kalek, þá er hann kveður: "Pax Domini sit semper vobiscum." Annar sá er líf er í hans mönnum á jörðu. En þriðji sá er hvílist í framliðnum mönnum rétttrúuðum.

Svo má vel, að prestur leifi einn hlut, ef hann vill til leiðarnests sjúkum mönnum.

Því er agnus Dei sungið, að Guðs sonur, er fyr meinleysis sakar heitir lamb, miskunni oss og gefi oss eilífan frið, sá er sæfast lét fyr órar sakar. Því gefur hver frið öðrum í friðarkossi, að sá má frið öðlast af Guði, er friðsamur er við náunga sína. Því er sálumessa hvorki sungin við gloria eða alleluja eða sekventíu eða friðarkoss, heldur með hryggðarsöng, að hún er fyr þeim einkum sungin framliðnum, er enn eru eigi komnir til fulls unaðs og friðar.

Því er corpus Domini með inni sömu ásjá og það er eftir vígslu sem fyrir, að vér hafim því meiri hjálp af sem vér trúum framar orðum hans, er hann mælti svo: "Brauð það, er eg gef til lífs heimi, er hold mitt. Hvergi er etur af þessu brauði, mun lifa ei og ei. Enda er það alls máls í því, að vér mættim oss eigi of nýta þá ina helgu þjónustu fyr óstyrktar sakar, ef vér sæim hana sem hún er.

Takið fagurleg laun af almáttkum Guði fyr tíðasókn þá, er ér hafið hingað sótt í dag til dýrðar almáttkum Guði og sancta Mariam drottningu, en oss öllum til hjálpar og til miskunnar.