Þín kirkja, góði Guð,
þú gef að standi
um aldir óbifuð
af öllu grandi
og orðið þitt til enda heims að megi
til Jesú lýsa lýð
sem leiðarstjarna blíð
á vorum vegi. (Sb 293)
Vertu Guð faðir, faðir minn
í frelsarans Jésú nafni
Hönd þín leiði mig út og inn
svo allri synd ég hafni.
Amen
Náð sé með yður og friður frá Guði föður og Drottni vorum Jesú Kristi. Amen
Kæri söfnuður, gleðilega hátíð kristniboðsins.
Nú eru liðin 80 ár frá því að þjóðkirkjan tók frá sérstakan dag á kirkjuárinu til að minnast kristniboðsins. Til þess að þakka fyrir hið fórnfúsa starf úti á akrinum og heima fyrir í baklandinu. En við þökkum í dag ekki aðeins þessi áttatíu ár og ogallt það starf sem unnið hefur verið í Jesú nafni í samræmi við orð guðspjallsins: Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, því að það starf var auðvitað löngu hafið árið 1936.
Um það má margt fræðast og yfir því gleðjast.
Að við skulum vera kristin hér á landi eins og annarsstaðar þökkum við starfi trúboða sem forðum komu hingað. Og síðar, miklu síðar sendum við einnig trúboða frá okkur til annarra landa.
Hugtakið kristniboð og trúboð í íslensku er þrengra en hugtakið mission. Þó að engum dyljist að meginhlutverk missionarinnar sé kristniboð, er ekki hægt að þrengja verkefni kristniboðanna gegnum aldirnar á það eitt. Enda er kristniboðsskipunin víðtækari:
Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. 19Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda 20og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“ Mt. 28.
Á kirkjuþingi í Þýskalandi fyrir skemmstu settist maður við hlið mér.
Hann heitir Christian Samraj. Hann er prestur í evangelisk-lúthersku Tamil kirkjunnisyðst á Indlandi. Kirkja hans er vaxin upp af starfi kristniboðssambandsins í Leipzig í samstarfi við kristniboðsstarf sænsku kirkjunnar, sem hafði byggt skóla, heimavistir og sjúkrahús og hóf starf þar á 17.öld. Tamil kirkjanfékk Biblíu á sínu eigin móðurmáli laust eftir 1700. Tveir trúboðar frá Þýskalandi þýddu hana á tamíl og hún var prentuð í Halle.
Þessi nafni minn spurðimig hvað væru margir bókstafir í mínu móðurmáli. Ég sagði að mig minnti að þeir væru 33, (allavega í Morgunblaðinu,) en við notuðum alls 35 bókstafi.
Hann spurði, vel vitandi hvert svarið yrði, hvort ég vissi hvað væru margir bókstafir í tamil-tungumálinu. Það vissi ég ekki. Þeir eru 247, sagði hann. Tamil er tungumál frá því löngu fyrir Krist, og hefur mjög flókna og erfiða málfræði. Ritmálið er þekkt frá því 200 fyrir Krist. Það var reyndar ítalskur trúboði sem vann að endurbótum á ritmálinu seint á 17. öld , og það var notað við Biblíuþýðinguna.
Ég spurði: Er nokkur leið að læra þetta tungumál nema vera fæddur þar sem það er talað.? Hann hló, og sagði: Eiginlega ekki.
En trúboðarnir lærðu það nú samt, og þeir þýddu Biblíuna og létu gefa hana út á kostnað kristniboðshreyfingarinnar.
Hver hjálpaði þeim?
Faðir allra tungumála. Hann sem forðum dreifði þeim út frá Babel.
Kæri söfnuður á kristniboðsdegi í Hallgrímskirkju á Lúthersári.
Ég fagna því að mega predika á þessum degi hér hjá ykkur. Á íslensku.
Gefðu að móðurmálið mitt,
minn Jesú þess ég beiði,
frá allri villu klárt og kvit
krossins orð þitt útbreiði
um landið hér til heiðurs þér.
Helst mun það blessun valda,
meðan þín náð
lætur vort láð
lýði og byggðum halda.
Þegar sóknarpresturinn hér bað mig að messa hér í þessum mikluforföllum presta og organista, sem við Douglas erum að bæta úr, spurði hannhvort ég vildi predika sjálfur eða fá einhvern annan, til dæmis kristniboða til þess þá sagði ég nei. Nú eru síðustu forvöð.Það er samt ekkert eðlilegra en einmitt það að biðja kristniboðana að predika í kirkjum landsins í dag. Og ég telst ekki til kristniboðanna. Ég hef ekki menntun þeirra, þjálfun þeirra eða starfsreynslu.
En kristniboð er auðvitað ekki einkamál kristniboða, né heldur á SÍK eitt að sjá um kristniboðið, heldur við öll.
Þegar það var ákveðið að þjóðkirkjan ætti sérstakan kristniboðsdag, þá var það ekki bara til að safna fyrir kristniboðið eins og við gerum hér í dag að lokinni þessari predikun, - enda vareins og við munum sem erum eldri lengst af alls engu safnað í kirkjunum þessi áttatíu ár, nema fallegum hugsunum og hlýjum bænum, - nei ástæða þess að dagurinn var valinn var sú að minna á að kristniboð er eitt af meginverkefnum hvers einasta safnaðar í kirkjunni í landinu. Bæði hvað varðar starfið á akrinum og baklandið.
Þess vegna vildi ég með því að predika sjálfur hér í Hallgrímskirkju í dag fá að minna á það eins rækilega og mér er unnt, meðan ég er enn einn af biskupum þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan er kristniboðskirkja, annars er hún ekki kirkja.
Síðasta starfsár mitt hófst fyrir tveim vikum. Þegar næst verður haldinn kristniboðsdagur í landinu, þá verð ég hættur störfum og dagur hinna miklu reikningsskila nálgast æ meir.
Páll segir við Tímóteus: Gjör verk trúboða. (1.Tím. 4.5)
Við skulum hafa það sem leiðarstef, - þessarar predikunar og okkar lífs.
Kæri söfnuður Hallgrímskirkju. Ekkert trúfélag á Íslandi minnkar eins ört og þjóðkirkjan. Nokkurnvegin hvert einasta trúfélag í þessu land vex. Ekki við.
Við sungum áðan:
Lát þú oss feta í fótsporin þín,
frið þinn og kærleik oss styrkja.
Eilíf er vonin, sem yfir oss skín,
eilíf þín heilaga kirkja,
dýrlegur skarinn, sem fyrir fer,
feðra og votta, sem gáfust þér.
Vertu, Guð faðir, í verki með oss,
vak í oss, heilagi andi.
Láttu, Guðs sonur, þinn signaða kross
sigra í myrkranna landi.
Verm þínum kærleika kalinn svörð,
kom þú og tak þér allt vald á jörð. (Sigurbjörn Einarsson, sálmabókinnr. 267)
Hvað ætlum við að gera andspænis fækkun í þjóðkirkjunni nú þegar við höfum meðtekið boðskap Jesú Krist á Kristiboðsdegi? Hver bregst við og hvernig?
Aðeins það fólk sem er kristið af vel yfirveguðu ráði, og er glatt í hjarta sínu yfir því getur unnið aðra fyrir Krist. Svo einfalt er það, þótt það sé fjarri því að vera sjálfgefið að það gerist.
Við og þau verðum að hafa skýra mynd af trúnni og hafa sjálfstraust til þess að bera vitni um hana. Og - hver sá sem vill bera vitni verður að vita hvert innihaldið í vitnisburðinum þarf að vera.
Þegar trúin mótar eigið líf og einstaklingar þekkjast af henni, - og hin kristnu gefa sig fram og eru þekkjanleg, þá er það yfirleitt ekki vegna margra og marg-slípaðra orða. Það sem gerir þröskuldinn lægri og vegur þyngra eru einföld orð, óunnin og óundirbúin ræða, þegar jafnvel þarf að leita að orðunum. Margir opna sig reyndarekki fyrir boðskap trúarinnarfyrr en þeir taka sjálfir til máls um það sem þeir hafa skilið og það sem þeir ekki skilja.
Biblían á Tamíl tungumálinu fékk þá gagnrýni að orðfæri hennar væri of venjulegt. Þegar Marteinn Lúther þýddi Biblíuna á þýsku sagðist hann hlusta eftir því hvernig fólkið á götunni talaði saman. Hvernig á það að skilja boðskap Biblíunnar ef hann er ekki á þeirra eigin tungumáli? Sagði hann.
Ef kirkjan gleymir sér á bak við orðaleppa sem hún ein skilur hefur hún tapað af sinni eigin mission.
Mission er vitnisburður um kærleika Krists í gegnum boðun og þjónustu. Í starfi Jesú sjálfs fer saman kærleikurinn til Guðs og til náungans.
Við hlið kristniboðsskipanar Jesú Krists er boðið um náungakærleikann.
Þarfir, andlegar og efnalegar þarfir, heyra saman. Þess vegna er kristinn vitnisburður í orði og gjörðum. Þess vegna eru kirkjurnar á trúboðsakrinum í síauknum mæli kallaðar til að vera burðarásar í þróunarhjálp. Þess vegna er Hjálparstarf kirkjunnar okkar svo öflugt kristniboðsstarf.
Í heildarsýn kristniboðsins í heiminum er ekki einungis hið trúarlega heldur einnig hið pólítíska svið. Kirkjurnar í heiminum, ekki síst í hinum fjarlægu löndumeru pólitískir áhrifavaldar. Þær eru kallaðar, andspænis stríði og blóðsúthellingum og hvers skelfingum, tilbaráttu fyrir auknu lýðræði og mannréttindum og gegn fátækt og ólæsi.
Guð er Guð missionarinnar, sendingarinnar. Sending Jesú Krists, sendingheilags anda er greinilegasta mynd trúboðsins undir stjórn Guðs og samkvæmt ætlun hans. Það er undirstrikað í Litlu Biblíunni:
Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.Johs 3.16
Allt til þessa leiðir hinn lifandi Drottinn þessa missiontil þess að þeir hafi líf í gnægtum, sbr. Jóhs 10.10 Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fyllstu gnægð.
Um leið og fólk tekur sig upp og stefnir vitandi vits í stefnu Guðs til annarra manna, verður það að burðarásum í trúboðsáætlun Guðs. Það erfallegt ogkrefjandi verkefni og því fylgir fyrirheit Krists: Ég er með yður alla daga (Matt. 28.20)
Hinn þríeini Guð kallar hin trúu og kirkjurnar til hlutdeildar og þátttöku í sinni eigin mission. Hún felst í því að við færum öðrum miskunnsemi og kærleika Guðs. Því að Guð vill að allir verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum. (1.Tím. 2.4.)
Þetta rifjar upp það sem séra Jakob Jónsson fyrrum prestur þessarar kirkju segir í sálminum sínum: (Sb. 215)
Við kirkjunnar klukknahljóm
kenni ég Guðs míns róm.
Laðar mig frelsarans lifandi orð.
Ljúft er að krjúpa við Drottins borð,
er kærleikur þinn,
þú, konungur minn,
kveður upp miskunnardóm.
Þessi síðasta lína sálmsins tryggir að hann verði áfram í sálmabókinni, þó að lagið við hann sé fyrst og fremst ætlað til kórsöngs. Hann verður að vera í bókinni vegna þess að enginn annar sálmur bókarinnar orðar miskunnardóm Jesú Krists við máltíð hans.
Mission Guðs stefnir á það að um síðirverði hans góði vilji sýnilegur og fullkominnstarfandi veruleikiÞað er von okkar og fullvissa þegar við biðjum : Tilkomi þitt ríki. En á meðan við erum á leiðinni þurfum við sívakandi hug og sívaxandi árvekni fyrir hinum sýnilegu hvetjandi táknum um nálægð Guðs ríkis mitt á meðal okkar. Hér og nú við heilagt borð hans og í orði hans, eða heima við okkar eigið eldhúsborð.
Trúboð heimafyrir hefur í raun allt til þessa hafist með skírninni og að skírnarfræðsla fylgi á eftir. Í ljósi þess að nú fækkar þeim ungu foreldrum sem láta skíra börn sín þarf að byrja á fræðslunni. Rétt eins og á trúboðsakri framandi svæða. Nýliðið kirkjuþing samþykkti að skipa nefnd til að undirbúa tillögur til kirkjuráðs um aukna skírnarfræðslu. Stóraukna skírnarfræðslu. Það er hin nýja mission, hin nýja framkvæmd kristniboðsskipunarinnar.
Hvað er og hvernig er mission og trúboð fyrir framan eigin húsdyr?
Núna fækkar játendumkristinnar trúar í Evrópu og einnig hér hjá okkur.
Hvernig getum við tengt aftur þann þráð sem slitnað hefur við trú og kirkju?
Þegar jafnvel þrjár kynslóðir hafa enga trú eins og í stórum hluta gamla austur -Þýskalands.
Þegar múrinn milli Austur og Vestur Þýskalands var reistur árið 1961 voru 90% íbúanna fyrir austan kristin og tilheyrðu lútherskum, engangelískum og kaþólskum trúfélögum. Þegar múrinn féll 28 árum síðar var þetta hlutfall komið niður í 25%. Þessi þróun hefur ekki stöðvast heldur haldið áfram. Sífelltfjölgar þeim sem enga trú hafa, þeim fjölskyldum fjölgar sem hafa enga tengingu við kristna trú.
Á sama tíma er gleðilegt að sjá og heyra með hvílíki gleði ungt fólk eða fullorðið fólksegir frá því að það hafi nýverið tekið skírn. Þau hafa tileinkað sér nýjan lífsstíl og eru þakklát fyrir það að kristið fólk hafi ávarpað það að fyrra bragði og kynnt það fyrir trúnni og kynnt Jesú Krist fyrir þeim.
Í Magdeburg í Þýskalandi, þar sem ég var á kirkjuþingi lúthersku kirknanna í síðustu viku, eru 87% íbúanna utan trúfélaga. Lútherska og evangelíska kirkjan hefur tæplega 9% og kaþólska kirkjan tæplega 4%. Engin borg í Þýskalandi gefur viðlíka lágar tölur, en mörg svæði hafa svipað að segja. Sjö til átta af hverjum tíu hafa enga trú.
Af eðlilegum ástæðum var þessi staða til umræðu á kirkuþinginu sem ég sat. Í stuttu máli er eftirfarandi sameiginleg niðurstaða þar, og ætti að vera einnig hér:
Kirkja framtíðarinnar verður að vera trúboðs kirkja, annars á hún enga framtíð. Hún er þá ekki heldur Guðs kirkja.
Kæri söfnuður. Gjör verk trúboða!
Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda, svo sem var í upphafi , er enn og verða mun um aldir alda. Amen.