Handbókarnefnd - MESSAN

Handbókarnefnd
MESSAN.
I. GRUNDVÖLUR UMRÆÐUNNAR

1.Efnislega þarf umræðan um endurskoðun að snúast um það hver hin viðtekna venja er sem við viljum halda, hvar hættur eru á ferð í meðhöndlun helgisiðanna og hverju má bæta við, eða þarf að bæta við. 2.Grundvöllur umræðunnar liggur í kenningu og siðvenju okkar lúthersku kirkju. Á henni byggist sú endurskoðun sem nú stendur yfir.
3.Hlutverk hinnar almennu sunnudagsguðsþjónustu kristinnar kirkju í aldanna rás er aðeins eitt:. Að vera vettvangur stefnumóts Guðs og manns og í senn jarðnesk og himnesk athöfn. Með einhverjum slíkum hætti hefur kirkjan á öllum tímum skilgreint þörf sína fyrir samfélagið við Guð í húsi hans á hvíldardeginum.
4.Á öllum sunnudögum og helgidögum kirkjuársins kemur kirkja Jesú Krists saman til guðsþjónustu. Það er eðli hennar og höfuðeinkenni.
5.Samkomur til guðsþjónustu í nafni hins upprisna og nálæga Drottins Jesú Krists eru miðja alls lífs kristins safnaðar.
6.Vegna inntaks samkomunnar hefur guðsþjónustan reglubundna líturgiska uppbyggingu. Hún birtir einkenni kristinnar tilbeiðslu og stendur vörð um hana. Sérhver kirkjudeild birtir í henni og ferli hennar sérstakar áherslur trúarinnar.
7.Guðsþjónusta þjóðkirkjunnar byggir á guðfræði lútherskrar kirkju. Endurskoðun á formi hennar byggir alltaf á guðfræðilegum og kenningarlegum viðmiðum. Þess vegna fylgja endurskoðunarvinnu ævinlega guðfræðilegar og liturgiskar rannsóknir.
8.Þjóðkirkjan hefur notið góðs af þeim rannsóknum sem hinar stóru systurkirkjur láta vinna og útgefnum ritum um málefni guðsþjónustunnar. Af þim má sjá að guðsþjónustunni verður ekki breytt af handahófi innan hinna sjálfstæðu kirkjudeilda eða eftir geðþótta einstakra starfsmanna, heldur einungis með samkomulagi þeirra sem ábyrgð bera á kirkjustjórninni. Hér hjá okkur eru það prestastefna og kirkjuþing og síðast biskup Íslands í samstarfi biskupafundar.
9.Óregla í framkvæmd guðsþjónustu og helgihalds er hvarvetna vítaverð. Það merkir að hver sá sem vísvitandi breytir eða ruglar því helgihaldi sem ákveðið hefur verið að fylgja hefur kallað yfir sig áminningu vegna þess að hann hefur leitt söfnuð sinn afvega. Sérhver kirkjusöfnuður þjóðkirkjunnar á að geta treyst því að þar sé farið eftir þeim reglum um helgihald sem í gildi eru hverju sinni.
10.Guðsþjónustan hefur í liturgiskum skilningi tvær megináherslur. Það er boðunin og samfélagið um Guðs borð; predikun og kvöldmáltíð. Þetta tvennt er rammað inn í ferli messunnar af bænakafla í inngangi og í niðurlagi hennar.
11.Lengst af var það svo í lútherskri kirkju að almennar skriftir eða einkaskriftir fóru undan hinni almennu guðsþjónustu. Á það er sérstaklega minnt hér vegna þess að mikla nauðsyn ber til þess að þjóðkirkjan uppgötvi að nýju það tæki til sálgæslu og sálusorgunar sem skriftirnar eru og finni þeim stað í sínu guðsþjónustulífi. Eins og er finnast þær naumast nema sem einkaskriftir. Og þó að einkaskriftir verði algengari á síðari árum skortir á hinar opinberu .

II.GUÐSÞJÓNUSTAN – MEGINSTEF

12.Upphafs – eða inngönguhluti messunnar er inngöngusálmur og játning syndarinnar þar sem söfnuðurinn biður Guð um fyirgefningu. Með söng inngöngusálmsins sem er í eðli sínu hinn bibliulegi introitus eða sálmur byggður á honum og breytilegur er eftir kirkjuári stígur hann inn í samfélag hinnar biðjandi kirkju á öllum tímum. Inngöngusálmurinn er því samkirkjulegur að stofni til þótt hann geti verið í formi sálms sem fæddur er innan einnar sérstakrar kirkju.
13.Inngöngusálmur hefur nokkur blæbrigði í okkar hefð. Þannig er hið venjulega orgelforspil messunnar einn hluti blæbrigðanna eins og líka klukknahringingin sem víðast hvar fer fyrir, og kallar söfnuðinn til tíða. Annað blæbrigði er hin formlega innganga safnaðarins sem túlkuð er með inngöngu prests og messuþjóna og undirstrikar það stefnumót Guðs og manns sem messan er. Söfnuðrinn gegnur inn til fundar við Jesú Krist sem sjálfur gengur inn til þess sama stefnumóts, hinn upprisni kemur úr austri eins og hin rísandi sól.Hann kemur á móti mér.
14.Eftir inngönguna fylgja þrír bænasöngvar samhangandi. Það er miskunnarbænin, kyrie eleison, dýrðarsöngurinn, goria in exselsins og kollektan, bæn dagsins. Kyrie eleison er neyðarkall hinnar föllnu sköpunar um hjalp Guðs og miskunn hans í öllum erfiðleikum sínum. Um leið er það hyllingarsöngur til hans sem kemur og miskunnar.
15.Í Dýrðarsöngnum, Dýrð sé Guði i upphæðum, og friður á jörðu með þeim sem Guð hefur velþóknun á, tekur söfnuðurinn undir englasönginn á Betlehemsvöllum hin fyrstu jól, og gerir hann að sínum, þar sem kirkjan öll lofar miskunnsemi Guðs, sem sendi Jesú Krist, sem hið æðsta ljós heimsins inn í myrkur okkar mannanna.
16.Kollektubænin er innleidd með ávarpi Gabríels til Maríu. Kollektan hefur fasta og fyrirskrifaða byggingu og tilheyrir fornum arfi kirkjunnar.Í ávarpinu eru hjálpræðisverk Guðs og fyrirheit hans lofsungin, en efni bænarinnar er með lokaorðunum fyrir Drottin vorn Jesú Krist, falin æðstaprestþjónustu Jesú Krists sem sjálfur biður fyrir söfnuði sínum. Amen safnaðarins líkur þessum bænainngangshluta messunnar.
17.Orðs hluti guðsþjónustunnar er frá fornu fari settur saman úr lestrum úr ritningunni og útleggingu þeirra í predikuninni. Söfnuðurinn tekur á móti fyrirheiti og gagnrýni spámannanna í lexíunni, í pistilinum hinum postullega vitnisburði og í guðspjallinu frásögninni um gjörðir Jesú Krists og kenningu hans.
18.Milli lestra syngur söfnuðurinn viðeigandi sálma. Í sumum systurkirkjunum tíðast að syngja sérstaka vikusálma sem taka mið af guðspjallinu. Við þekkjum í okkar tilfelli marga guðspjallssálma sem breytilegir eru eftir sunnudögum kirkjuársins.
Með öllum söngvum sínum tekur söfnuðurinn virkan þátt í boðun hins guðlega boðskapar en alveg séstaklega þar sem notaðir eru fastir sálmar vikunnar á hann þess kost að hugleiða enn frekar með því að læra þá utan að. Sú list að læra utanað er nú mikið til týnd, og verður að telja það mjög miður.
19.Guðspjalli dagsins fylgir játning trúarinnar, annað hvort sem skírnarjátningin messujátningin eða sem játningarsálmur.Trúarjátningin er alltaf lofsöngur til Guðs sem hefur í Jesú Kristi snúið sér til okkar.
20.Þá fylgir predikunin og síðan predikunarsálmurinn beint þar á eftir / oft kallaður stólvers.
21.Predikunin er ekki mannleg ræða um eitthvert tilgreint trúarlegt tema heldur leggur hún úr texta sunnudagsins fyrir söfnuðinn og vitnar svo i krafti heilags anda um vilja Guðs, boðorð hans og fyrirheit.Hér liggur eins og fyrr segir önnur höfuðáhersla guðsþjónustunnar. Aldrei verður nógsamlega undirstrikað hversu þýðingarmikill þessi þáttur guðsþjónustunnar er eða hversu veigamikið hlutverk sá fær sem predikar. Það er ekki að ástæðulausu sem þjóðkirkjan talar um hið heilaga prests og predikunarembætti.Sá söfnuður sem heyrt hefur orð Guðs flutt þeim úr heilagri ritningu á að geta treyst því að predikunin sé útskýring og heimfærsla þess orðs inn í aðstæður hans hverju sinni.Þetta er eitt megineinkenni lúthersks skilnings á guðsþjónustunni.
22.Svar safnaðarins við hinu heyrða orði í predikuninni er í fimm liðum: Það er sálmurinn eftir predikun, sem er einskonar amen safnaðarins við predikuninni, það er þakkarfórnin, sem allt frá upphafi kristinnar guðsþjónustu er einn megin þáttur guðsþjónustunnar, þegar safnað er frjálsum fjárframlögum til ýmissa málefna, það eru tilkynningarnar sem eru tilvísun á hið fjölbreytta starf Guðs í lífi safnaðar hans, og í lífi einstaklinga í söfnuðinum, og hin almenna kirkjubæn sem er fyrirbæn sem inniheldur bæn fyri kirkju Guðs og meðlimum hennar og yfirvöldunum og opinberri þjónustu í landinu og fyrir öllum sem líða skort af einhverju tagi, og gangan til Guðs borðs.
23.Með hinni almennu bæn gerir kirkjan sína prestlegu þjónustu sem fengin er öllum þeim sem trúa og hafa tekið skírn og tilheyra hinum almenna prestdómi, og hún gengu fram fyrir Guð fyrir hönd allarar sköpunarinnar.
24.Þá byrjar sakramenti heilagrar kvöldmáltíðar með sinni stóru þakkarbæn, prefasíunni , sem söfnuðurinn svarar með heilagur heilagur, heilagur. Lofgjörð sanfnaðarins á jörðu fellur saman við hinn himneska lofsöng englanna og hinna fullkomnu til að undirstrika hinn mikla leyndardóm að Jesús, í með og undir brauði og víni, sé lifandi og nálægur í kirkju sinni og nálægur fyrir oss.
25.Þetta er innihald heilagrar kvöldmáltíðar. Hún helgast af innsetningarorðum Drottins sem á þeirri nótt sem hann svikinn var gaf líkama sinn og blóð til matar allt til dauðans og endurkomunnar. Þetta heyrir söfnuðurinn sem meðtekur þennan leyndardóm í trú.Faðir vor er bæninn við borð Drottins. Sú bæn og friðarkveðjan leiða til útdeilingar sakramentisins, og undir hinum forna kvöldmáltíðarsöng agnus dei ganga altarisgestir innar til þess að meðtaka í brauði og víni líkama Krists og blóð.
26.Í lokahlutanum þegar kvöldmáltíðin hefur verið höfð um hönd, fylgir lokabænin þar sem þakkað er fyrir þá göf sem sakramentið veitir. Þar sem þess er beðið að Guð megi láta það sem við þiggjum bera ávöxt í daglegu lífi
27.Með friðarósk og blessun sem söfnuðurinn tekur á móti með Amen er hann sendur ut í heiminn, Hann yfirgefur Guðshús eftir stutta bæn og eins og í upphafi leikur oganinstinn Guði lof og prís.

III.BREYTINGAR / Horft til baka og fram á veg

28.Það sem hér er lýst að framan er í stuttu máli það ferli messunar sem byggir á grundvelli hennar og ekkert fær haggað. Þetta ferli er sú stefna sem ákveðin var með endurskoðuninni 1981 og þarfnast í sjálfu sér frekar staðfestingar en endurskoðunar.
29.Þó er þörf á að árétta nokkur atriði sem ákveðin voru 1981 en komu yfirleitt ekki til framkvæmda. Hið fyrsta er fjársöfnun í messunni, annað er friðarkveðjan sem deilt er út til allra. Hið þriðja er svo aukin þátttaka safnaðarins sjálfs sem vissulega hefur orðið sýnileg víðast hvar, en má skoða betur.
30.Ástæða er til að minna á að eitt hið allra mikilvægasta í kenningu lútherskrar kirkju um guðsþjónustuna er að hin forna afgerandi skipting á milli leikra og lærðra, klerka og safnaðar er að miklu leyti leyst upp með því að söfnuðurinn tekur að sér verulega aukna ábyrgð sem fylgir hinum almenna prestdómi allra skírðra.
31.Enginn vafi leikur á að þessi aukna ábyrgð kemur fram á marga vegu, bæði í ytra umhverfi guðsþjónustunnar sem og í framkvæmd hennar. Það byrjar strax við kirkjudyr, það heyrist í lestrum lexíu og pistils og í flutningi almennu bænarinnar, bæði í kórsöng og auknum sýnileika kórsins, sem og í stórauknum almennum söng, (þótt enn megi gera betur þar), og það sést við útdeilingu altarissakramentisins.
32.Þátttakan í altarisgöngunni hefur síðan HB 81 var tekin upp líka margfaldast frá því sem áður var, reyndar svo mjög að ástæða er til að spyrja hvort ekki þurfi líka að efla og styrkja hina innri nálgun safnaðarins að sakramentinu. Spyrja má þá einnig hvort ekki þurfi líka að standa vörð um þann sið að söfnuðurinn krjúpi þegar þess er kostur, og að hann eigi þess einnig kost að bergja á kaleiknum þegar ekki er er svo mikið margmenni að því verði ekki komið við.
33.Guðsþjónusta kristins safnaðar er fagnaðarhátíð. Hún er heilög samkoma þar sem Guð sjálfur er í forsæti, og prestur og söfnuður falla fram og tilbiðja hann.